Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda - Flokkur C


Upplýsingar

Í vefsjánni er hægt nálgast upplýsingar um framkvæmdir sem falla undir flokk C í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Birtar eru upplýsingar um framkvæmdir sem sveitarfélögin hafa tekið ákvarðanir um hvort skuli undirgangast umhverfismat. Í þeim tilvikum sem framkvæmdir í flokki C eru innan öryggis- og varnasvæða eða utan netlaga er það í verkahring Skipulagsstofnunar að taka slíkar ákvarðanir.


Með því að smella á framkvæmd er hægt að nálgast helstu upplýsingar um hana og líkleg umhverfisáhrif, auk niðurstöðu um matsskyldu.


Hafa samband: skipulag@skipulag.is.